Sorgarstund í Kristskirkju

Útförin fór fram í Kristskirkju í gær.
Útförin fór fram í Kristskirkju í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Útför Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar fór fram í Kristskirkju í Landakoti í gær, en Sigurður lést af slysförum við björgunaræfingu í Tungufljót fyrr í þessum mánuði.

„Það eru allir slegnir eftir þetta hörmulega slys,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Við höfum fundið fyrir miklum samhug hjá borgurum landsins eftir slysið og sem betur fer eru svona slys ekki algeng og það voru nokkrir áratugir síðan við höfðum misst björgunarsveitarmann við æfingar þar til núna.“

Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin …
Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin út. mbl.is/Árni Sæberg

Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin út, en séra Patrick Breen jarðsöng ásamt séra Denis O´Leary. Fyrir útförina söng Karen Ósk Björnsdóttir, systurdóttir Sigurðar, lag við undirleik Bjarna Traustasonar gítarleikara. Í útförinni söng Bernadette Hegyi og organisti var Márton Wirth.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert