Töluvert stór borgarísjaki er á reki um 31 sjómílu vestan við nyrsta odda Vestfjarða.
Ísjakinn sést greinilega í gegnum sjónauka en skip sem var þarna á ferð tilkynnti Veðurstofunni um ísjakann.
Að sögn Jóhönnu Malen Skúladóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, eru eflaust fleiri ísingar á svæðinu en Veðurstofan hefur aðeins fengið tilkynningu um þennan eina ísjaka, sem barst frá Grænlandi.
Hún segir ósköp eðlilegt að ísjaka verði vart á þessum árstíma.