Kynhlutlausa táknið gæti fæðst á Íslandi

Þessar fígúrur gætu átt von á nýju systkini á næstunni, …
Þessar fígúrur gætu átt von á nýju systkini á næstunni, þar sem hönnuðir keppast nú um að skapa tákn til að merkja kynhlutlaus rými. AFP

Hönn­un­ar­sam­keppni stend­ur nú yfir um tákn fyr­ir kyn­hlut­laus rými, svo sem sal­erni, bún­ings­klefa og sturtuaðstöðu. Sam­tök­in ‘78, Trans Ísland,  Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs og Fé­lag ís­lenskra teikn­ara standa fyr­ir keppn­inni.

Niðurstaða sam­keppn­inn­ar verður kynnt á Hönn­un­ar­Mars 2025 og veitt verða ein verðlaun að upp­hæð kr. 1.000.000.

Formaður Sam­tak­anna 78 seg­ir all­mögu­legt að merkið sem vinn­ur keppn­ina geti verið notað á alþjóðavísu sem tákn fyr­ir kyn­hlut­laust rými enda sé Ísland leiðandi ríki í mál­efn­um trans fólks.

„Ég held sann­ar­lega að þessi keppni get­ur vakið at­hygli mun víðar og veit raun­ar til að hún verður aug­lýst víðar á Norður­lönd­un­um,“ seg­ir Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formaður Sam­tak­anna 78, í sam­tali við mbl.is.

„Karla-konu“ merkið hefur gjarnan verið notað á kynhlutlausum salernum. En …
„Karla-konu“ merkið hef­ur gjarn­an verið notað á kyn­hlut­laus­um sal­ern­um. En það þykir þó ekki sér­stak­lega kyn­hlut­laust. AFP

Keppn­in kynnt á alþjóðlega kló­sett­deg­in­um

„Við erum nátt­úru­lega vön því að nota þetta týpíska karla-konu merki, en okk­ur lang­ar i eitt­hvað betra, eitt­hvað sem nær utan um þetta kyn­hlut­leysi, [...] eitt­hvað mekri sem má aðlaga að ýms­um stíl­um. Eitt­hvað alþjóðlegt.“

Á ár­inu tók gildi reglu­gerð um að merkja beri sal­erni eft­ir aðstöðu frem­ur en kynj­um og seg­ir Bjarn­dís keppn­ina vera svar við þeim laga­breyt­ing­um.

„Við þurf­um nátt­úru­lega öll að vita hvar við get­um farið á kló­settið,“ seg­ir Bjarn­dís, en keppn­in var kynnt í gær, á alþjóðlega kló­sett­deg­in­um.

„Þetta er frá­bært tæki­færi til að auðga kló­sett­menn­ing­una,“ bæt­ir hún við að lok­um og hlær við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert