Fylla í skörð í varnargarði

Hraunið nálgast skarðið þar sem vegurinn þverar garðinn. Unnið er …
Hraunið nálgast skarðið þar sem vegurinn þverar garðinn. Unnið er að því að fylla upp í það og annað skarð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stórvirkar vinnuvélar eru nú notaðar til að fylla upp í skörð í varnargarðinum sem eru opin við Bláa lónið. Um er að ræða annars vegar skarð þar sem Bláa lóns vegurinn þverar garðinn og hins vegar skarðið þar sem aðkoman er að Bláa lóninu.

Þetta segir Arnar Smári Þorvarðarson, einn umsjónarmanna varnargarðavinnu á Reykjanesskaga og starfsmaður Verkís, í samtali við mbl.is.

Vinnuvélar eru nú við varnargarðinn norðan Bláa lónsins og fylla …
Vinnuvélar eru nú við varnargarðinn norðan Bláa lónsins og fylla þar upp í skörð þar sem vegir þveruðu garðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar segir hraunið skríða með varnargarðinum í áttina að Bláa lóninu, en um er að ræða varnargarð sem er norðan megin við lónið. Þar hefur hraunið runnið meðfram garðinum frá þeim stað þar sem hraunið fór yfir heitavatnslögnina, en lögnin er grafin á um tveggja metra dýpi í jörðu og virkar enn vel til að flytja heitt vatn til Reykjanesbæjar.

Spurður út í hvort að önnur verkefni liggi fyrir segir Arnar svo ekki vera en að vel sé fylgst með þróuninni. Svo verði væntanlega hugað að því að leggja aftur veg yfir hraunið þegar um róast og það verður tímabært.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert