Foreldrar kalla eftir símafríi í skólum borgarinnar

Fulltrúar foreldra Seljaskóla ásamt skólastjóra Seljaskóla, Jóhönnu Héðinsdóttur, við afhendingu …
Fulltrúar foreldra Seljaskóla ásamt skólastjóra Seljaskóla, Jóhönnu Héðinsdóttur, við afhendingu undirskriftalistans. Ljósmynd/Aðsend

Hópur foreldra sem eiga börn í Seljaskóla hvetur skólastjórnendur til að innleiða símafrí fyrir alla nemendur skólans. 

Nemendur mega nota síma í frímínútum en foreldrarnir telja það styðja betur við velferð barnanna og gefa þeim mikilvægt tækifæri til að þroska félagsfærni í frímínútum ef símafríið væri í gildi yfir allan skólatímann, að því er fram kemur í tilkynningu frá hópnum.

„Foreldrar hafa bent á margfalda símanotkun barnanna sinna á milli ára þegar þau koma upp í unglingadeild og að notkunin sé mikil á skólatíma sem dragi úr líkum á því að þau eigi í samskiptum sín á milli,“ segir í tilkynningunni.

259 foreldrar skrifuðu undir

Forsvarsmenn hópsins afhentu í dag Jóhönnu Héðinsdóttur skólastjóra undirskriftalista sem telur 259 nöfn. Verður listinn einnig afhentur fulltrúum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og kjörnum borgarfulltrúum.

„Við teljum að með símafríi muni Seljaskóli, líkt og aðrir grunnskólar sem hafa tekið upp símafrí, taka mikilvæg og nauðsynleg skref í átt að því að tryggja betri líðan og þroska barna á skólatíma og út lífið,“ segir á undirskriftalistanum.

Vilja foreldrarnir hvetja skólayfirvöld borgarinnar til að innleiða símafrí í öllum grunnskólum borgarinnar.

Símabannið gefið góða raun

Rannsóknir sýna að áhugi íslenskra barna á lestri hefur hrunið frá aldamótum. Virðist áhugi nem­enda á lestri fara hratt minnk­andi eft­ir því sem skjá­tími eykst.

Grunnskólar í Hafnarfirði og á Akureyri hafa tekið upp símabann.

Skólastjórnendur segja breytinguna hafa gefið góða raun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka