Einn með bónusvinninginn

Einn miðahafi fékk bónusvinning kvöldsins.
Einn miðahafi fékk bónusvinning kvöldsins. mbl.is/Karítas

Fyrsti vinningur gekk ekki út í Lottóútdrætti kvöldsins en einn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rétt rúmar 500.000 krónur í vinning. Miðinn er í áskrift.

Heppinn miðahafi var með 1. vinning í Jókernum og fær hann tvær milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Póló Vape Shop við Bústaðarveg. 

Þá voru þrír miðahafar með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur í vinning. Einn miðanna var keyptur á Sbarro í Suðurfelli en tveir miðanna eru í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert