Framkvæmdir fyrir alls tvo milljarða

Bragi Bjarnason bæjarstjóri segir rekstur Árborgar þokast í rétta átt.
Bragi Bjarnason bæjarstjóri segir rekstur Árborgar þokast í rétta átt. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi

Álag á út­svars­greiðslur íbúa, sem gilt hef­ur í Árborg síðustu miss­eri og var inn­legg til þess að vinna á fjár­hags­vanda sveit­ar­fé­lags­ins, verður af­numið á næsta ári. Skuldaviðmið held­ur áfram að lækka og verður 126% af ár­sveltu. Niðurstaða af rekstri A- og B-hluta bæj­ar­sjóðs verður 105 millj. kr. Veltu­fé frá rekstri verður 2,1 millj­arður kr.

Þetta eru helstu punkt­ar í fjár­hags­áætl­un Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar sem var til fyrri umræðu í bæj­ar­stjórn nú í vik­unni. Fast­eigna­skatt­ur hækk­ar en á móti kem­ur að vatns- og frá­veitu­gjald verður lækkað. Stöðugild­um verður áfram fækkað með starfs­manna­veltu og gjald­skrár­hækk­an­ir verða í takt við kjara­samn­inga.

Sátt­ur við stóru lín­urn­ar

Áætlað er að fram­kvæma á veg­um Árborg­ar fyr­ir rúm­lega tvo millj­arða á næsta ári. Hef­ur eigna- og veitu­nefnd ásamt starfs­mönn­um sveit­ar­fé­lags­ins unnið að for­gangs­röðun svo nýt­ing verði sem best. „Ég er nokkuð sátt­ur við stóru lín­urn­ar í þess­ari fjár­hags­áætl­un. Skuld­ir sveit­ar­fé­lags­ins sem nú eru 31,5 millj­arðar króna lækka lítið eitt milli ára og allt í rekstr­in­um þokast í rétta átt,“ seg­ir Bragi Bjarna­son bæj­ar­stjóri.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert