„Hver vill ekki fá sósíalíska hugsun?“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Unn­ur Rán Reyn­is­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, seg­ir að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn vilji leggja mikla áherslu á lýðheilsu­mál bænda og hús­næðismál. Spurð hvort vel sé tekið á móti sósí­al­ist­um í þessu íhalds­sama kjör­dæmi seg­ir hún að svo sé.

    „Ég veit svo sem al­veg hvernig landið ligg­ur – hef­ur legið – en við von­umst til þess að breyta því af því að sósí­al­ismi á jafnt við hvar sem er á land­inu eða í heim­in­um,“ seg­ir hún.

    „Hver vill ekki fá sósíal­íska hugs­un eins og að laga heil­brigðis­kerfið og fá lækn­ana í byggðirn­ar? Fá heima­lækn­inn sinn í byggðina eða gjald­frjálst heil­brigðis­kerfi?“ seg­ir Unn­ur.

    Hún vill að það verði stofnaður sam­fé­lags­banki svo að bank­ar geti ekki greitt hlut­höf­um arð.

    „Þessi hagnaður á bara að fara til lands­manna – til not­end­anna – til að jafna kjör á við það sem ger­ist ann­ars staðar á Norður­lönd­um,“ seg­ir hún.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert