Rannsókn á menningarnæturmáli lokið

Rannsókn lögreglunnar í máli 16 ára pilts sem er grunaður …
Rannsókn lögreglunnar í máli 16 ára pilts sem er grunaður um að hafa stungið Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana og sært tvö önnur ungmenni á Menningarnótt er lokið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn lög­regl­unn­ar í máli 16 ára pilts sem er grunaður um að hafa stungið Bryn­dísi Klöru Birg­is­dótt­ur til bana og sært tvö önn­ur ung­menni á Menn­ing­arnótt er lokið.

Þetta staðfest­ir Ei­rík­ur Val­berg, lög­reglu­full­trúi hjá miðlægri deild lög­regl­unn­ar, við mbl.is og seg­ir hann að málið hafi verið sent til héraðssak­sókn­ara. Pilt­ur­inn sem er grunaður um verknaðinn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 25. ág­úst.

Ei­rík­ur seg­ir rann­sókn lög­reglu í máli manns sem er grunaður um að hafa banað dótt­ur sinni, hinni tíu ára gömlu Kolfinnu Eld­eyju Sig­urðardótt­ur, sé langt kom­in. Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um renn­ur út 9. des­em­ber og seg­ir Ei­rík­ur að vinna standi yfir við að skila mál­inu til héraðssak­sókn­ara. Maður­inn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi í tíu vik­ur en eng­inn get­ur setið leng­ur í gæslu­v­arðhaldi en tólf vik­ur ef ekki er gef­in út ákæra.

Stúlk­an fannst lát­in við Krýsu­vík­ur­veg þann 15. sept­em­ber síðastliðinn og var faðir henn­ar hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg­inn dag­inn sem líkið fannst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert