Ekki aðhafst í meintu njósnamáli

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, og Jón Gunnarsson, þingmaður …
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en maður sem villti á sér heimildir ræddi hvalveiðar við son Jóns á hótelherbergi í Reykjavík og meintan tilgang starfa Jóns í matvælaráðuneytinu. Samsett mynd

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra tel­ur ekki ástæðu til að lög­reglu­yf­ir­völd aðhaf­ist í hler­un­ar­máli ísra­elska njósna­fyr­ir­tæk­is­ins Black Cube, sem starf­rækt er af fyrr­ver­andi starfs­mönn­um ísra­elsku leyniþjón­ust­unn­ar Mossad, og gerði að sögn Jóns Gunn­ars­son­ar, alþing­is­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi ráðherra, upp­töku af sam­tali son­ar hans við mann sem villti á sér heim­ild­ir.

Þetta staðfest­ir Helena Rós Sturlu­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­lög­reglu­stjóra við mbl.is.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um gaf maður­inn, sem gerði upp­tök­una, sig út fyr­ir að vera fjár­fest­ir og hafði sam­band við son Jóns, sem er fast­eigna­sali. Kvaðst hann vilja kaupa ákveðnar eign­ir á Íslandi og fundaði um það með syn­in­um á hót­el­her­bergi í Reykja­vík.

Aðstoðar­menn hafi ekki slík­ar heim­ild­ir

Sam­talið tók hins veg­ar fyrr en varði að snú­ast um hval­veiðar og skrifaði Jón síðar um það á Face­book, eft­ir að upp­tök­unni hafði verið dreift til ís­lenskra fjöl­miðla, að haft væri eft­ir syni hans að hann (Jón) hefði tekið bar­átt­u­sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins gegn því að fá að fara inn í mat­vælaráðuneytið og gefa þar út leyfi til hval­veiða.

„Um þetta hef­ur verið mikið slúðrað, en á sér að sjálf­sögðu enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Þar þarf ekki að nefna annað en að lög­um sam­kvæmt hafa aðstoðar­menn eng­ar heim­ild­ir til að taka stjórn­sýslu­ákv­arðanir eða gefa út leyfi af nokkru tagi,“ skrifaði Jón sem gerður var tíma­bundið að aðstoðar­manni Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra í mat­vælaráðuneyt­inu.

Sór Bjarni það af sér í viðtali við mbl.is 12. nóv­em­ber að um ein­hvers kon­ar hrossa­kaup væri að ræða með stöðu Jón í mat­vælaráðuneyt­inu.

„Það var auðvitað op­in­bert að Jón var feng­inn til þess að vera aðstoðarmaður­inn minn í ráðuneyt­inu og það mál snýst ekki um neitt annað en ná­kvæm­lega það að hann er að veita mér liðsinni þenn­an tíma sem ég ber ábyrgð á mat­vælaráðuneyt­inu í starfs­stjórn. Það ætti að vera öll­um ljóst að ég hef beðið hann um að gera það og því fylgja eng­in hrossa­kaup um eitt eða neitt. Allt annað er ekk­ert nema hug­ar­burður,“ sagði Bjarni.

Áhrif á stjórn­mál á Íslandi

Þá ræddi Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræðing­ur við mbl.is sama dag og Bjarni og kvaðst helst halda að hval­veiða- eða nátt­úru­vernd­ar­sam­tök með digra sjóði stæðu að baki meint­um njósn­um Black Cube.

„Mér finnst lík­legt að mesti kraft­ur­inn hafi verið sett­ur í þetta þegar stjórn­in féll og Jón var sett­ur inn í mat­vælaráðuneytið. Þá hlýt­ur ein­hvern veg­inn kraft­ur­inn að koma fram. Vafa­lítið til þess að grafa und­an þess­ari ákvörðun með ein­hverj­um hætti, enda er búið að koma þess­ari upp­töku á fram­færi við fjöl­miðla og rúm­lega tvær vik­ur í kosn­ing­ar.

Að koma í veg fyr­ir þessa ákvörðun, það hlýt­ur að vera mark­miðið og ég býst við því að það muni tak­ast því að nú eru hend­ur manna miklu bundn­ari,“ sagði Helgi og bæt­ti við:

„Þá hef­ur þess­um aðilum tek­ist ætl­un­ar­verkið sitt, að hafa áhrif á stjórn­mál á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert