Lokað þinghald í menningarnæturmáli

Árásin átti sér stað í Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt.
Árásin átti sér stað í Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt.

Á morg­un verður mál gegn sex­tán ára pilti þing­fest í héraðsdómi, en hann er ákærður fyr­ir að hafa orðið Bryn­dísi Klöru Birg­is­dótt­ur að bana og að hafa stungið tvo önn­ur ung­menni á Menn­ing­arnótt. Hann hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan 25. ág­úst.

Þing­hald í mál­inu er lokað, en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var það ákvörðun dóm­ara að hafa þing­haldið lokað. Þegar mbl.is óskaði skýr­inga á þeirri ákvörðun frá Héraðsdómi Reykja­vík­ur var vísað til ungs ald­urs pilts­ins og þeirra sem fyr­ir árás hans urðu. Voru þau öll und­ir 18 ára aldri.

Vís­ar dóm­stóll­inn í þessu sam­hengi í lög um meðferð saka­mála þar sem dóm­ara er heim­ilt að eig­in frum­kvæði eða eft­ir kröfu aðila máls­ins að loka lokað þing­hald.

Fá for­dæmi en fjög­ur mál síðasta árið

Al­menna regl­an þegar kem­ur að ís­lensku réttar­fari er að þing­hald skuli opið, eða „háð í heyr­anda hljóði“ eins og það er orðað í lög­un­um.

Fá for­dæmi eru fyr­ir því að mann­dráps­mál séu lokuð. Með þess­ari ákvörðun dóm­ara hef­ur það þó verið gert í fjór­gang á rúm­lega einu ári.

Mann­dráps­mál í Hafnar­f­irði og Ný­býla­vegs­málið

Í fyrra var ákveðið að hafa þing­hald í mann­dráps­máli í Hafnar­f­irði lokað, en þar voru fjög­ur ung­menni dæmd fyr­ir að hafa banað 27 ára göml­um manni frá Póllandi á bíla­stæði við versl­un­ina Fjarðar­kaup í apríl á síðasta ári. Hlaut aðalárás­armaður­inn fyrr á þessu ári 12 ára dóm fyr­ir sinn þátt, tveir aðrir menn fjög­ur ár og stúlka eins árs skil­orðsbund­inn dóm fyr­ir að hafa ekki sinnt hjálp­ar­skyldu.

Aðal árás­armaður­inn var 18 ára og fimm mánaða gam­all þegar hann varð Pól­verj­an­um að bana, en aðrir sak­born­ing­ar voru und­ir aldri.

Nú í haust var svo annað mál þar sem ákveðið var að hafa þing­hald lokað, en það var mál gegn móður sem dæmd var í 18 ára fang­elsi fyr­ir að hafa orðið syni sín­um að bana að heim­ili þeirra að Ný­býla­vegi.

Þá er þing­hald lokað í máli sem enn er í gagni fyr­ir dóm­stól­um þar sem karl­maður er ákærður fyr­ir að hafa banað eig­in­konu sinni á Ak­ur­eyri í apríl.

Fá mál þar sem ger­andi er und­ir lögaldri

Þegar mann­dráps­málið í Hafnar­f­irði var tekið fyr­ir í héraðsdómi sagði Jón­as Jó­hanns­son, dóm­stjóri við Héraðsdóm Reykja­ness, við mbl.is að fá for­dæmi væru fyr­ir því að þing­hald væri lokað í mann­dráps­mál­um. Þá voru 38 ár síðan barn hafði verið dæmt hér á landi áður fyr­ir mann­dráp, en það var í máli kennt við skemmti­staðinn Villta tryllta Villa árið 1985. Hlaut 15 ára dreng­ur þá fjög­urra ára skil­orðsbund­inn dóm vegna mann­dráps­ins.

Þá var þing­hald lokað í mann­dráps­máli frá ár­inu 2000 þar sem Rún­ar Bjarki Rík­h­arðsson var 22 ára að aldri þegar hann var dæmd­ur í 18 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot, mann­dráp og lík­ams­árás. Ákvörðun dóms­ins um lokað þing­hald var kærð til Hæsta­rétt­ar sem féllst á lokað þing­hald vegna eðlis máls­ins.

Grein 10 í lög­um um meðferð saka­mála sem vísað er í þegar ákveðið er að hafa þing­hald lokað er eft­ir­far­andi:

Þing­höld skulu háð í heyr­anda hljóði. Dóm­ari get­ur þó ákveðið, að eig­in frum­kvæði eða eft­ir kröfu ákær­anda, sak­born­ings eða brotaþola, að þing­hald fari fram fyr­ir lukt­um dyr­um, að öllu leyti eða að hluta, ef það er háð utan reglu­legs þingstaðar, sak­born­ing­ur er yngri en 18 ára eða hann tel­ur það ann­ars nauðsyn­legt:

  • til hlífðar sak­born­ingi, brotaþola, vanda­manni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar,
  • vegna nauðsynj­ar sak­born­ings, brotaþola, vitn­is eða ann­ars sem málið varðar á því að halda leynd­um atriðum varðandi hags­muni í viðskipt­um eða sam­svar­andi aðstöðu,
  • vegna hags­muna al­menn­ings eða ör­ygg­is rík­is­ins,
  • af vel­sæm­is­ástæðum,
  • til að halda uppi þingfriði,
  • meðan á rann­sókn máls stend­ur og hætta þykir á sak­ar­spjöll­um ef þing væri háð fyr­ir opn­um dyr­um,
  • meðan vitni gef­ur skýrslu án þess að það þurfi að skýra frá nafni sínu í heyr­anda hljóði, sbr. 8. mgr. 122. gr.

Upp­fært: Eft­ir að frétt­in var birt var bent á að fleiri mál hafa verið lokuð á und­an­förn­um árum. Meðal ann­ars svo­kallað Sand­gerðismál þar sem karl­maður á sex­tugs­aldri var dæmd­ur í 14 ára fang­elsi fyr­ir tæp­lega fjór­um árum fyr­ir að verða eig­in­konu sinni að bana og í máli þar sem karl­maður er grunaður um að hafa banað sam­býl­is­konu sinni á Ak­ur­eyri í apríl. Frétt­in hef­ur verið upp­færð í sam­ræmi við þetta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert