„Við erum í raun að flytja inn fátækt“

Fjöldi fólks fyrir utan Fjölskylduhjálp.
Fjöldi fólks fyrir utan Fjölskylduhjálp. mbl.is/Árni Sæberg

Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofnandi og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir mjög hátt hlutfall þeirra sem leita til samtakanna vera af erlendu bergi brotið og marga hverja ekki með íslenska kennitölu.

„Í allri umræðunni um þetta frábæra fólk sem kemur til landsins og vill fá að búa hér erum við í raun að flytja inn fátækt,“ segir Ásgerður. Talað er um að 10 þúsund börn fari svöng að sofa eða búi við fátækt, að sögn Ásgerðar.

„Við erum að fjölga þeim börnum og fullorðnum einnig.“ Fólkið sem kemur til landsins er duglegt og vill allt vinna, að hennar mati. Það fái það hins vegar ekki og líði illa yfir að þurfa að leigja af borginni eða Vinnumálastofnun. Hún segir fólkið búa þröngt og ekki hafa bíla til umráða.

„Þetta er svo öfugsnúið allt hérna og þessi umræða er einhvern veginn aldrei tekin. Ef fólkið fengi að fara beint að vinna væri staðan önnur.“ Fjölskylduhjálp Íslands er að hefja 22. starfsár sitt og segir Ásgerður að fyrir 21 ári hafi það ekki verið fyrirséð en samtökin hafa alla tíð þurft að treysta á velvild fyrirtækja því að ekki komi mikið úr ríkiskassanum. 

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert