Vilhjálmur vill einnig aukafund

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, telur fulla þörf á að Seðlabankinn boði til aukafundar og lækki stýrivexti sína umtalsvert.

Næsta yfirlýsing peningastefnunefndar bankans er áætluð 5. febrúar á næsta ári. 

Vilhjálmur nefnir á Facebook-síðu sinni að raunvaxtastig Seðlabankans sé komið í 3,7% sem sé gríðarlega hátt í sögulegu samhengi. Einnig segir hann raunvaxtastig húsnæðislána vera „galið“.

Já raunvaxtastig á Íslandi er orðið galið og því verður Seðlabanki Íslands að boða til aukafundar enda blasir við að vaxtastig Seðlabankans er að keyra efnahagslífið í frost enda nægir að nefna að húsnæði sem klárt er til sölu næst ekki að seljast og einungis þeir ríkustu hafa tök á því að fjárfesta í frumþörf hverrar manneskju sem er jú þak yfir höfuðið!“ skrifar Vilhjálmur.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, kallaði einnig eftir aukafundi hjá Seðlabankanum í samtali við mbl.is fyrr í morgun.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert