Fólksbílum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um tæplega 29 þúsund á tímabilinu frá 1. júlí 2016 til 1. janúar á þessu ári. Skal tekið fram að talan nær til allra fólksbíla og eru þá meðtaldir þeir sem ekki eru skráðir í umferð.
María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir aðspurð að fólksfjölgun sé helsta ástæða þess að bílum sé að fjölga á Íslandi. Þá hafi notkun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu ekki aukist jafn mikið og ráðamenn hafi vonast til.
Mikil fjölgun erlendra ríkisborgara á bílprófsaldri kann að vera mikilvæg breyta í þessu samhengi. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum á höfuðborgarsvæðinu um ríflega 24 þúsund frá ársbyrjun 2016 og til upphafs þessa árs, samkvæmt Hagstofunni. Fjölgun ferðmanna hefur einnig haft sitt að segja.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.