Hætta á að Vesturlöndin kaupi sig frá aðgerðum gegn losun

Samkvæmt ETS-viðskiptakerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með losunarheimildir geta lönd sem eiga erfiðara …
Samkvæmt ETS-viðskiptakerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með losunarheimildir geta lönd sem eiga erfiðara með að minnka sína losun keypt sér fleiri einingar frá löndum sem losa minna. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er verk­efni sem er búið að vera frosið í all­nokk­ur ár.“

Þetta seg­ir Elva Rakel Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Festu, miðstöð um sjálf­bærni, um sjöttu grein Par­ís­ar­samn­ings­ins en tals­verður ár­ang­ur náðist í viðræðum um grein­ina að henn­ar sögn á COP29-ráðstefn­unni sem fór fram í Aser­baís­j­an í mánuðinum.

Er þar á meðal kveðið á um hvernig viðskipti á kol­efnisein­ing­um geti farið fram, ann­ars veg­ar milli þjóða og hins veg­ar á hinum val­frjálsa kol­efn­ismarkaði.

Helstu áskor­an­irn­ar séu hvernig megi færa slíkt inn í bók­un­ar­kerfi til þess að tryggja að los­un­ar­ein­ing­arn­ar séu tald­ar rétt fram og forðast mis­notk­un eins og tvö­falda skrán­ingu los­un­ar­heim­ilda og óraun­hæfa út­reikn­inga á sam­drætti í los­un.

Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni.
Elva Rakel Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Festu - miðstöðvar um sjálf­bærni.

Fækk­ar og aukast í verði á hverju ári

Sam­kvæmt ETS-viðskipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ild­ir geta lönd sem eiga erfiðara með að minnka sína los­un keypt sér fleiri ein­ing­ar frá lönd­um sem losa minna.

Það land fær þá að telja þær los­un­ar­heim­ild­ir fram til að auka við sín­ar eig­in en selj­and­inn minnk­ar þá eig­in los­un­ar­heim­ild­ir

Elva seg­ir það þó ekki þannig að það sé hægt að viðhafa slík kaup enda­laust held­ur hækki verðið á los­un­ar­ein­ing­um á ári hverju sam­hliða því sem þeim fækk­ar.

„Þar er fjár­hags­legi hvat­inn til að fjár­festa í tækni­lausn­um til að draga úr eig­in los­un.“

All­ir sam­mála um fjár­hags­lega hvata

Annað ágrein­ings­efni eru áhyggj­ur af því að viðskipt­in gætu grafið und­an mark­miðum sam­komu­lags­ins og að með því að treysta of mikið á markaðstengd­ar lausn­ir og fjár­hags­lega hvata gætu lönd keypt sig frá niður­skurði á los­un.

„Þetta hef­ur alltaf verið mikið gagn­rýnt því það er alltaf áhætta í svona viðskipt­um að það verði ákveðin ný­lendu­stefna. Að rík Vest­ur­lönd sem vilja ekki draga úr eða breyta sín­um neyslu­hátt­um eða sam­fé­lags­mynd að ein­hverju ráði kaupi ein­ing­ar frá lönd­um sem eiga fleiri „lágt hang­andi ávexti“ í kring­um sig,“ seg­ir Elva.

„En það eru samt all­ir sam­mála um að það þurfi að vera hægt að virkja alla þessa krafta sem þarf til þess að virkja sam­fé­lagið okk­ar með því að nota fjár­hags­leg­an hvata.“

Elva segir langflest fyrirtæki alls ekki líta á losunarheimildir sem …
Elva seg­ir lang­flest fyr­ir­tæki alls ekki líta á los­un­ar­heim­ild­ir sem ein­hverja lausn, held­ur leggi þau áherslu á að reyna að draga úr eig­in los­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Áhyggju­efni að fyr­ir­tæki versli kol­efnisein­ing­ar?

Hún seg­ir ETS-kerfið í heild sinni vera að draga sam­an los­un og því full­yrði sér­fræðing­ar að kol­efnisein­ing­ar virki svo lengi sem ramm­inn sé skýr.

„Sem hann er í ETS en alls ekki í kring­um val­frjálsu ein­ing­arn­ar.“

Í sam­bandi við viðskipti los­un­ar­ein­inga á hinum val­frjálsa markaði eru ýms­ar út­færsl­ur sem koma til greina og helst séu það fyr­ir­tæki sem enn hafi tak­markaðar leiðir til að draga úr eig­in los­un sem sæk­ist í staðinn í að kaupa kol­efnisein­ing­ar af öðrum fyr­ir­tækj­um.

Er það samt ekki áhyggju­efni þegar fyr­ir­tæki eru kom­in út í viðskipti á kol­efnisein­ing­um í staðinn fyr­ir að beita sér gegn eig­in los­un?

„Það hef­ur verið gagn­rýni á þenn­an part að hætta sé til staðar að fyr­ir­tæki fari að markaðssetja sig eða segja frá sín­um ár­angri með þeim hætti eins og þau séu að nálg­ast kol­efn­is­hlut­leysi þegar þeirra veg­ferð hef­ur kannski ekki breyst neitt rosa­lega mikið, nema að þau eru far­in að kaupa fleiri kol­efnisein­ing­ar.“

Flest fyr­ir­tæki líti ekki á viðskipt­in sem lausn

En dreg­ur það ekki líka úr hvata til að finna grænni lausn­ir á eig­in iðju?

„Jú og fjár­mun­ir eru kannski frek­ar sett­ir í þetta en ný­sköp­un. Þannig að þetta er akkúrat gagn­rýn­in á hluta val­frjálsa markaðar­ins,“ svar­ar Elva.

Á móti komi að evr­ópsk fyr­ir­tæki muni brátt þurfa að veita sjálf­bærni­skýrsl­ur sam­kvæmt CSRD-reglu­verki ESB og því verði lítið hægt að fela um eig­in los­un og hvernig sjálf­bærni sé háttað inn­an fyr­ir­tækja.

„Þannig að það sem ég heyri í gegn­um Festu er að lang­flest fyr­ir­tæki líta alls ekki á þetta sem ein­hverja lausn, held­ur eru þau með fókus­inn á að reyna að draga úr eig­in los­un.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert