Kjörsókn var 7,9 prósent í Norðausturkjördæmi klukkan 11 í morgun en von er á næstu tölum um kjörsókn í kjördæminu á fjórða tímanum í dag.
Eva Dís Pálmadóttir, sem sæti á yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi, segir við mbl.is að hún sé ekki með kollinum tölur yfir kjörsókn á sama tíma í Alþingiskosningum fyrir þremur árum.
Hún segir utankjörfundaratkvæðin séu ótalin sem eru fleiri en nokkru sinn fyrr enda hafi margir drifið sig og kosið í vikunni þegar þeir sáu veðurspá fyrir daginn í dag.