„Aldrei upplifað annað eins“

Guðmundur Ingi Kristinsson er mættur á kosningavöku flokksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson er mættur á kosningavöku flokksins. Ljósmynd/Egill Aaron

„Ég verð bara að segja – hún er alveg frábær. Þetta er í fjórða skiptið sem ég tek þátt og ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, oddviti Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, um tilfinninguna fyrir komandi kvöldi.

Aðspurður segist hann mjög bjartsýnn á að ná sæti á þingi eftir kvöldið og minnist þess að hafa verið tólfti þingmaður þegar hann hóf störf fyrir flokkinn og hafi svo verið níundi í síðustu kosningum.

„Þannig að nú stefni ég bara á að vera þriðji. Nei, ég segi svona.“

Alltaf hægt að vonast eftir auka prósentunni

Þá segir hann að það kæmi honum á óvart ef fyrstu tölur væru ekki flokknum í hag.

„Svo getur maður alltaf vonað það að við fáum þessa auka prósentu sem við höfum alltaf fengið. Þú sérð að við vorum mæld með í kringum 5% í síðustu kosningum en enduðum í 8,8% þannig við vorum að bæta við okkur 3-4%,“ segir Guðmundur og bætir við.

„Það er held ég þessi leyndi her eldri borgara og öryrkja sem eru ekki mældir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert