Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, kaus um tíuleytið í íþróttahúsinu í Mýrinni í Garðabæ.
Hann var annar formaður þeirra ellefu flokka sem bjóða sig fram í kosningunum til að kjósa, á eftir Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, formanni Sósíalistaflokksins.
Uppfært 12:35:
Upphaflega stóð að Arnar Þór hefði kosið í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Það er ekki kosið þar heldur í íþróttahúsinu í Mýrinni.