Björgunarsveitarbíll kemur kjörgögnum til Egilsstaða

Öllum kjörgögnum frá Múlaþingi þarf að koma til Egilstaða sem …
Öllum kjörgögnum frá Múlaþingi þarf að koma til Egilstaða sem fara svo með flugi til Akureyrar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjörgögnin frá Seyðisfirði lögðu af stað til Egilsstaða með björgunarsveitarbíl upp úr klukkan 22 í kvöld og er snjómoksturstæki frá Vegagerðinni sem leiðir för en gul viðvörun er á Austurlandi.

Þetta segir Hlynur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Múlaþingi, í samtali við mbl.is.

Öllum kjörgögnum frá Múlaþingi þarf að koma yfir til Egilsstaða sem fara svo með flugi til Akureyrar þar sem þau eru svo talin.

Kjörgögn frá Djúpavogi lögðu af stað til Egilsstaða upp úr klukkan 20 í kvöld og á Hlynur von á að öll gögn í Múlaþingi verði komin í hús í kringum klukkan 23 og þá verði hægt að koma þeim yfir til Akureyrar.

Öll kjörgögn frá Borgarfirði eystri voru komin til Egilsstaða klukkan rúmlega 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert