„Ég er mjög glaður að sjá þessar fyrstu tölur“

Sigmundur er ánægður með fyrstu tölur.
Sigmundur er ánægður með fyrstu tölur. mbl.is/Arnþór

„Ég er mjög glaður að sjá þessar fyrstu tölur. Maður veit aldrei svona síðustu dagana fyrir kosningar hvernig þetta endar og er alltaf smá kvíði,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is.

Fyrstu tölur úr Suður- og Norðausturkjördæmi voru kynntar fyrir skömmu. 

Sigmundur er spenntur fyrir kvöldinu, en hefur þó smá áhyggjur. 

„Helstu áhyggjur mínar eru þær að ég muni vaka of lengi fram á morgun og verða of þreyttur í viðtölum í fyrramálið, en í þessum aðstæðum þá verður maður að láta sig hafa fleira en gott þykir,“ segir Sigmundur. 

mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert