„Ég bara get ekki lýst þessu. Ég er hamingjusöm og ég er þakklát og mér líður dásamlega,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrstu tölur í alþingiskosningunum.
Enn sem komið er hefur flokkurinn hlotið 1.837 atkvæði í Suðurkjördæmi og 291 atkvæði í Norðausturkjördæmi.
Segist Inga vera spennt fyrir komandi tölum.
„Að sjálfsögðu. Ég get ekki beðið.“