Fjarðarheiði lokuð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Emil Theodór Guðmundsson

Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar var lokuð um tíuleytið í morgun. 

Á umferdin.is segir að athuga á með mokstur um klukkan 15 í dag. 

Þá er snjóþekja á Fagradal sem og víða á Héraði. Þæfingur er á Hólmahálsi, í Norðfirði, í Jökuldal og milli Fáskrúðsfjarðar og Hvalness.

Þungfært er í Jökulsárhlíð. Ófært er yfir Öxi og Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert