Fjarðarheiði opnuð á ný

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Emil Theodór Guðmundsson

Það stytt­ist í að Fjarðar­heiði til Seyðis­fjarðar verði opnuð á ný en henni var lokað um tíu­leytið í morg­un.

„Mokst­urs­bíll­inn er að klára að moka og það stytt­ist í opn­un,“ seg­ir á vef Vega­gerðar­inn­ar, um­fer­d­in.is.

Veg­ur­inn yfir Vopna­fjarðar­heiði er á óvissu­stigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundn­um mokstri þrátt fyr­ir óvissu­stig. Það sama má segja um veg­inn um Möðru­dals­ör­æfi.

Upp­fært klukk­an 16.30

Búið er að opna veg­inn um Fjarðar­heiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert