„Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram með svipuðu móti líkt og undanfarna daga og styðja óróagögnin að virknin sé stöðug.“
Svo segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands.
Áfram flæðir hraun til austurs og suðausturs frá nyrsta gígnum, að Sandhól og Fagradalsfjalli.
Í nótt mældist gasmengun (SO2) yfir heilsuverndarmörkum á gasmæli á Húsafelli, austan Grindarvíkur, og segir að því er mikilvægt að göngugarpar og aðrir ferðamenn á svæðinu fari að öllu með gát.
Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir norðan- og norðaustanátt átt á gosstöðvunum í dag með vaxandi vindhraða og berst mengun því til suðurs og suðvesturs, m.a. yfir Grindavík.