Heldur meiri kjörsókn en síðast í Kraganum

Kjörkassar fyrir utan Fjölbrautarskólann í Garðabæ.
Kjörkassar fyrir utan Fjölbrautarskólann í Garðabæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klukkan 13 höfðu 13.801 kosið í Suðvesturkjördæmi af 79.052 manns sem eru á kjörskrá sem þýðir að kjörsóknin er 17,5 prósent.

Þetta er heldur meiri kjörsókn en var á sama tíma í Alþingiskosningum fyrir þremur árum en þá höfðu 12.438 kostið eða 16,9%.

Árið 2024 höfðu 13.785 kosið eða 17,7% (Forsetakosningar)

Árið 2021 höfðu 12.438 kosið eða 16,9% (Alþingiskosningar)

Árið 2020 höfðu 9.767 kosið eða 13,4% (Forsetakosningar)

Árið 2017 höfðu 10.928 kosið eða 15,7% (Alþingiskosningar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert