Kjörstaðir hafa lokað og talning atkvæða er hafin. Það styttist í að þjóðin fái að heyra fyrstu tölur og er stemningin á kosningavökum að magnast.
Hér fyrir neðan má sjá lista sem mbl.is hefur tekið saman um hvar kosningavökur flokkanna eru á höfuðborgarsvæðinu.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur sína kosningavöku í Sjálfstæðissalnum, einnig þekktur sem NASA, á Thorvaldsensstræti 2.
Sósíalistaflokkurinn heldur kosningavöku sína í Vorstjörnunni – Alþýðuhúsi, að Bolholti 6.
Samfylkingin heldur kosningavöku sína í Kolaportinu.
Flokkur fólksins heldur kosningavöku sína í Björginni á neðri hæð Grafarvogskirkju.
Framsókn heldur kosningavöku sína á Oche í Kringlunni.
Miðflokkurinn heldur sína kosningavöku í Valsheimilinu.
Viðreisn heldur sína kosningavöku í Gyllta salnum á Hótel Borg. Kosningavakan er því í næsta nágrenni við kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.
Lýðræðisflokkurinn heldur kosningavöku á kosningaskrifstofu sinni í Faxafeni 10. Kosningastjórinn, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, segir að það verði karaoke og „sprell“.
Píratar halda sína kosningavöku á Dass á Vegamótastíg.
Vinstri græn eru í Iðnó.