Hvar eru kosningavökurnar?

Frá kosningavöku Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í sumar.
Frá kosningavöku Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjörstaðir hafa lokað og talning atkvæða er hafin. Það styttist í að þjóðin fái að heyra fyrstu tölur og er stemningin á kosningavökum að magnast.

Hér fyrir neðan má sjá lista sem mbl.is hefur tekið saman um hvar kosningavökur flokkanna eru á höfuðborgarsvæðinu.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn heldur sína kosn­inga­vöku í Sjálf­stæðissaln­um, einnig þekkt­ur sem NASA, á Thor­vald­sens­stræti 2. 

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn heldur kosn­inga­vöku sína í Vor­stjörn­unni – Alþýðuhúsi, að Bol­holti 6.

Sam­fylk­ing­in heldur kosn­inga­vöku sína í Kola­port­inu.

Flokk­ur fólks­ins heldur kosn­inga­vöku sína í Björg­inni á neðri hæð Grafar­vogs­kirkju.

Fram­sókn heldur kosn­inga­vöku sína á Oche í Kringl­unni.

Miðflokk­ur­inn heldur sína kosn­inga­vöku í Vals­heim­il­inu.

Viðreisn heldur sína kosn­inga­vöku í Gyllta saln­um á Hót­el Borg. Kosn­inga­vak­an er því í næsta ná­grenni við kosn­inga­vöku Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Lýðræðis­flokk­ur­inn heldur kosn­inga­vöku á kosn­inga­skrif­stofu sinni í Faxa­feni 10. Kosn­inga­stjór­inn, Sveinn Hjört­ur Guðfinns­son, seg­ir að það verði kara­oke og „sprell“.

Pírat­ar halda sína kosn­inga­vöku á Dass á Vega­móta­stíg.

Vinstri græn eru í Iðnó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert