Kjörsókn í Reykjavík lakari en síðast

Kjörsókn í Reykjavík er lakari en í síðustu alþingiskosningum.
Kjörsókn í Reykjavík er lakari en í síðustu alþingiskosningum. mbl.is/Karítas

Kjörsókn í Reykjavík er heldur lakari en í síðustu alþingiskosningum árið 2021, bæði í Reykjavík norður og suður.

Klukkan 12 á hádegi höfðu 10,38 prósent kjósenda á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður greitt atkvæði, en á sama tíma árið 2021 höfðu 12,38 prósent kjósenda í kjördæminu greitt atkvæði.

Svipað er uppi á teningnum í Reykjavíkurkjördæmi suður, en þar höfðu þó hlutfallslega aðeins fleiri greitt atkvæði klukkan 12, eða 11,14 prósent kjósenda á kjörskrá. Árið 2021 höfðu 12,97 prósent greitt atkvæði á sama tíma.

Atkvæði greidd utan kjörfundar eru ekki inni í þessum tölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert