Kjörsókn nálgast 40 prósent í borginni

Frá kjörstað í Kringlunni.
Frá kjörstað í Kringlunni. mbl.is/Ólafur Árdal

Kjör­sókn í Reykja­vík er örlítið meiri nú en á sama tíma í síðustu alþing­is­kosn­ing­um árið 2021, bæði í Reykja­vík norður og suður.

Klukkan 16 höfðu 38 prósent kjósenda á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður greitt atkvæði, en á sama tíma í alþingiskosningum árið 2021 höfðu 36,8 prósent nýtt atkvæðarétt sinn.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 39,6 prósent greitt atkvæði samanborið við 37,7 prósent í kosningum fyrir þremur árum.

At­kvæði greidd utan kjör­fund­ar eru ekki inni í þess­um töl­um. Taln­ing at­kvæða hefst kl. 22 í Laug­ar­dals­höll og er öll­um opin. Streymt verður frá taln­ing­unni á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert