Mætti í appelsínugulum jakkafötum á Hótel Borg

Hér má sjá Arnór til hægri á myndinni.
Hér má sjá Arnór til hægri á myndinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Heiðarsson mætti heldur betur í sínu fínasta pússi á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg í kvöld. Litur Viðreisnar er appelsínugulur og Arnór er því í appelsínugulum jakkafötum, appelsínugulu bindi og hvítri skyrtu.

Hann byrjaði að styðja Viðreisn fyrir tæplega fimm árum síðan og átti reyndar jakkafötin áður en hann gekk í flokkinn.

„Ég átti þessi jakkaföt áður en ég byrjaði í Viðreisn. Ég er mikill Jim Carrey-maður og hef gaman af Dumb & Dumber,“ segir hann og bætir við að jakkafötin hafi verið keypt ásamt jólajakkafötum.

Allt yfir 12% sigur

Arnór segir að það passi einstaklega vel að flokkurinn hans sé í sama lit og jakkafötin.

Spurður um það hvort að hann sé bjartsýnn segir hann að svo sé. 

„Ég held að það sé alveg ljóst að við séum að fara bæta við okkur. Við höfum horft á okkur sem svona 10% flokk, plús mínus eitthvað aðeins. Allt yfir 12% er sigur fyrir okkur þannig við erum bara bjartsýn,“ segir Arnór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert