Meiri kjörsókn í Kraganum

Frá kjörstað í Smáranum í Kópavogi.
Frá kjörstað í Smáranum í Kópavogi. mbl.is/Björn Jóhann

Kjörsókn í Suðurvesturkjördæmi, Kraganum, klukkan 15 var 32,4 prósent en 25.606 manns höfðu þá greitt atkvæði.

Þetta er töluvert meiri kjörsókn heldur en var á sama tíma í alþingiskosningum fyrir þremur árum en þá höfðu 21.579 greitt atkvæði eða 29,3 prósent.

Á kjörskrá eru 79.052 og fer talning atkvæða fram í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Árið 2024 höfðu 24.985 kosið eða 32% (forsetakosningar)

Árið 2021 höfðu 21.579 kosið eða 29,3% (alþingiskosningar)

Árið 2020 höfðu 16.316 kosið eða 22,4% (forsetakosningar)

Árið 2017 höfðu 20.837 kosið eða 30% (alþingiskosningar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert