Munar aðeins 0,02 prósentustigum

Litlu munar á kjörsókn í Suðurkjördæmi miðað við sama tíma …
Litlu munar á kjörsókn í Suðurkjördæmi miðað við sama tíma í síðustu kosningum. mbl.is/Ólafur Árdal

Kjósendur í Suðurkjördæmi virðast halda sig við fyrri venjur þegar kemur að kjörsókn, en klukkan átta í kvöld höfðu 59,84% þeirra sem eru á kjörskrá kosið.

Þetta er svo gott sem sama hlutfall og höfðu kosið á sama tíma í kosningunum árið 2021, en þá höfðu 59,86% kosið klukkan átta.

Samtals hafa 24.534 manns kosið í kjördæminu það sem af er degi.

Þetta eru síðustu kjörsóknartölur sem gefnar verða upp þangað til kjörstöðum verður lokað klukkan tíu í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert