Ragnar Þór: „Ofboðslega rólegur akkúrat núna“

Ragnar Þór kveðst bjartsýnn fyrir fyrstu tölum, einkum miðað við …
Ragnar Þór kveðst bjartsýnn fyrir fyrstu tölum, einkum miðað við skoðanakannanir. mbl.is/Karítas

„Ég er bara mjög jákvæður fyrir þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður, er hann ræðir við blaðamann mbl.is á kosningavöku í Björg­inni á neðri hæð Grafarvogs­kirkju.

„[Stemningin] er bara ágæt. Maður skynjar ákveðinn meðbyr, maður hefur ákveðna reynslu. Þetta er svolítið öðruvísi kosning því að maður hefur verið í [verkalýðs]baráttunni gegnum tíðina með fullri vinnu og nú hefur þetta verið svolítið aggresívt,“ segir Ragnar enn fremur.

Hann segist skynja á fólki að það vilji breytingar. „En síðan er það spurning hvað endar síðan í kjörkössunum.“

Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var fagnað vel þegar hún …
Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var fagnað vel þegar hún mætti í Grafarvogskirkju. mbl.is/Karítas

Fylgið stöðugt

Ragnar kveðst bjartsýnn fyrir fyrstu tölum, einkum miðað við skoðanakannanir. „Þær hafa verið mjög jafnar. [Fylgið] hefur verið nokkuð stöðugt, ekki miklar sveiflur. Þannig að þetta leggst bara vel í mig,“ segir hann.

Fylgi Flokks fólksins hefur mælst í um 11-15 prósentum í skoðanakönnunum á undanförnum vikum.

„Ég er ofboðslega rólegur akkúrat núna, ég mjög rólegur yfir þessu öllu saman.“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, og Inga …
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, og Inga Sæland formaður. mbl.is/Karítas
Guðmundur Ingi Kristinsson, oddviti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson, oddviti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert