Reyndi að hrækja á og bíta lögreglumenn

Lögregla var kölluð að skemmtistað í miðbænum vegna einstaklings sem hafði ráðist að öðrum.

Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að einstaklingurinn brást illa við afskiptum lögreglu og reyndi að hrækja og bíta lögreglumenn.

Segir að hann hafi haldið uppteknum hætti við komu á lögreglustöð og var vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Þá barst tilkynning um umferðaróhapp í miðbænum þar sem ökumaður stakk af.

Ökumaðurinn gekk inn í íbúðarhús skammt frá og virtist hífaður.

Lögregla knúði dyra og ræddi við manninn sem var að endingu handtekinn grunaður um ölvun við akstur og fyrir að vanrækja að gera ráðstafanir við umferðaróhapp.

Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert