Rútuslys á Vesturlandi – Tvær þyrlur kallaðar út

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna útkalli að svo stöddu.
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna útkalli að svo stöddu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag, annars vegar vegna rútuslyss við Fróðárheiði á Snæfellsnesi og hins vegar vegna veikinda við Seljalandsfoss.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Kveðst Ásgeir ekki vita hversu margir hafi verið um borð í rútunni en að lögreglan á Vesturlandi og sjúkralið séu þegar á vettvangi og þyrlan rétt ókomin.

Hann viti ekki hvert ástand rútufarþeganna eða veika einstaklingsins við Seljalandsfoss sé að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert