Samfylkingin leiðir enn í Norðausturkjördæmi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á kosningavöku flokksins í kvöld.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á kosningavöku flokksins í kvöld. mbl.is/Eyþór

Samfylkingin leiðir enn í Norðausturkjördæmi þegar 5.000 atkvæði hafa verið talin, með 1.161 atkvæði.

Sjálfstæðisflokkurinn er þar á eftir með 809 atkvæði, Flokkur fólksins með 715, Miðflokkurinn 670, Framsóknarflokkurinn 638, Viðreisn 471, Vinstri grænir 200, Sósíalistaflokkurinn 129, Lýðræðisflokkurinn 34 og Píratar 88.

Eins og staðan er núna eftir fyrstu tölur í öðrum kjördæmum þá leiðir Sjálfstæðisflokkurinn í Suður- og Suðvesturkjördæmi.

Lands­yf­ir­litið sem birt­ist nú bygg­ir að hluta á niður­stöðum úr skoðana­könn­un­um, þar til komn­ar eru at­kvæðatöl­ur úr öll­um kjör­dæm­um. Eft­ir að fyrstu töl­ur eru komn­ar úr öll­um kjör­dæm­um bygg­ir lands­yf­ir­litið ein­ung­is á þeim töl­um sem gefn­ar hafa verið upp af yfir­kjör­stjórn­um.

Samkvæmt þessum öðrum tölum úr kjördæminu eru þetta þingmenn kjördæmisins:

Kjördæmakjörnir
  · Logi Einarsson (S)
  · Jens Garðar Helgason (D)
  · Sigurjón Þórðarson (F)
  · Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M)
  · Ingibjörg Ólöf Isaksen (B)
  · Eydís Ásbjörnsdóttir (S)
  · Ingvar Þóroddsson (C)
  · Njáll Trausti Friðbertsson (D)
  · Sæunn Gísladóttir (S)
Uppbótar  
  · Þorgrímur Sigmundsson (M)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert