Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi með 28,6% þegar talin hafa verið 6.300 atkvæði. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 22,2% atkvæða.
Viðreisn er með 14,3%, Flokkur fólksins með 11,1% og Miðflokkurinn 9,5%. Framsókn er með 6,3% og er síðasti flokkurinn sem nær inn þingsæti miðað við þessar fyrstu tölu, en Píratar og Vinstri græn missa þingsæti samkvæmt þessu.
Eitt þingsæti bætist við í kjördæminu miðað við síðustu kosningar, en sætið fluttist úr Norðvesturkjördæmi vegna fólksfjöldabreytinga.
Miðað við þessar tölur eru þetta þingmenn kjördæmisins:
Kjördæmakjörnir
· Bjarni Benediktsson (D)
· Alma Möller (S)
· Þorgerður K. Gunnarsdóttir (C)
· Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D)
· Guðmundur Ari Sigurjónsson (S)
· Guðmundur Ingi Kristinsson (F)
· Bergþór Ólason (M)
· Bryndís Haraldsdóttir (D)
· Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
· Sigmar Guðmundsson (C)
· Rósa Guðbjartsdóttir (D)
· Willum Þór Þórsson (B)
Uppbótar
· Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M)
· Eiríkur Björn Björgvinsson (C)