Sungu fyrir afmælisbarnið á kjördag

Afmælisbarninu var boðið upp á köku að tilefni dagsins en …
Afmælisbarninu var boðið upp á köku að tilefni dagsins en Áslaug er 34 ára í dag. Ljósmynd/Aðsend

Það er stór dagur í lífi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í dag, ráðherra og frambjóðanda úr röðum Sjálfstæðisflokksins.

Sungið var fyrir Áslaugu að tilefni dagsins.
Sungið var fyrir Áslaugu að tilefni dagsins. Ljósmynd/Aðsend

Ekki er það aðeins til komið vegna Alþingiskosninga sem haldnar eru í dag, 30. nóvember, heldur á hún einnig afmæli.

Að tilefninu var boðið upp á köku í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, og var sunginn fyrir hana afmælissöngur hér og þar.

Áslaug er orðin 34 ára í dag en hún er yngsti ráðherrann í starfstjórninni.

Hún sló aldursmet þegar hún varð árið 2019 yngsta manneskjan í sögu lýðveldisins til að gegna embætti ráðherra, þá aðeins 29 ára, en þá varð hún dómsmálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert