Þrír bílar lentu saman í árekstri á Hafnarfjarðarveginum, við Arnarnesbrúnna, á sjötta tímanum í dag.
Þetta segir Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðarstjórn hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Hann segir að meiðsli á fólki séu minni háttar.