Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar flytja nú þrjá einstaklinga með sjúkraflugi annars vegar vegna rútuslyss við Fróðárheiði á Snæfellsnesi og hins vegar vegna veikinda við Seljalandsfoss.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrluna flytja fólkið á Landspítalann í Reykjavík en kveðst ekki vita hvert ástand þess sé.
Honum skiljist á lögreglunni að um 25 einstaklingar hafi verið um borð í rútunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.