Týpísk púlsavirkni í gosinu

Eld­gosið á Sund­hnúkagígaröðinni er það sjötta á þessu ári og …
Eld­gosið á Sund­hnúkagígaröðinni er það sjötta á þessu ári og það sjö­unda í gígaröðinni frá því í des­em­ber á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mjög litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni síðasta sólarhringinn. Enn streymir úr nyrsta gígnum í austur að Fagradalsfjalli.

Frá þessu segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Gígurinn hefur verið með svona púlsavirkni síðan hann einangraðist. Þetta er týpísk hegðun þegar það verður svona einn gígur eftir. Við höfum verið að sjá þetta áður í fyrri gosum,“ segir hún.

Segir hún engin sérstök merki gefa það til kynna að úr dragi úr gosvirkninni eða að hún sé að aukast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert