Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir kosningabaráttuna hafa gengið vel og er hún vongóð um góða kosningu.
„Þetta leggst rosalega vel í mig. Við höfum fengið góðar viðtökur. Svo sjáum við í kvöld og nótt hvað kemur upp úr kössunum. Ég er mjög spennt og það er mikil stemning,“ segir Ingibjörg í samtali við blaðamann mbl.is á kosningavöku flokksins í Valsheimilinu.
„Við erum brött og hlökkum til,“ segir Ingibjörg enn fremur.