„Við vitum að Miðflokkurinn er orðinn afl sem mun breyta íslenskum stjórnmálum. Við erum komin til að vera.“
Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er hann ávarpaði stuðningsmenn flokksins á kosningavöku í Valsheimilinu.
Þakkaði hann stuðningsmönnum og sagðist aldrei hafa séð annan eins hóp af einvala liði.
„Við ætlum að breyta þessu samfélagi. Við ætlum að breyta stjórnmálum á Íslandi,“ sagði Sigmundur.