„Við erum komin til að vera“

Sigmundi var tekið vel í Valsheimilinu.
Sigmundi var tekið vel í Valsheimilinu. mbl.is/Inga

„Við vitum að Miðflokkurinn er orðinn afl sem mun breyta íslenskum stjórnmálum. Við erum komin til að vera.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er hann ávarpaði stuðningsmenn flokksins á kosningavöku í Valsheimilinu.  

Þakkaði hann stuðningsmönnum og sagðist aldrei hafa séð annan eins hóp af einvala liði.

„Við ætlum að breyta þessu samfélagi. Við ætlum að breyta stjórnmálum á Íslandi,“ sagði Sigmundur.

Fjölmennt er í Valsheimilinu.
Fjölmennt er í Valsheimilinu. mbl.is/Inga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert