Vonast eftir miðju-hægri stjórn

Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.
Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Viðar

Sjálfstæðismenn hafa streymt í stríðum straumi í Sjálfstæðissalinn við Austurvöll í kvöld. 

Nokkrir þingmenn á síðasta þingi hafa látið sjá sig og einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður.

Hún telur kosningabaráttuna hafa gengið vel og vonast til þess að meðbyr með flokknum í skoðanakönnunum undanfarna daga muni lyfta honum vel í kosningunum.

„Vonandi náum við að mynda stjórn frá miðju til hægri á morgun,“ segir Áslaug Arna í samtali við mbl.is, en Sjálfstæðismenn hafa sótt í sig veðrið í skoðanakönnunum undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert