„Ég held mér alveg á jörðinni“

mbl.is/Karítas

Sigurður Helgi Pálmason, sem skipar annað sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, segir tilfinninguna eftir fyrstu tölur vera stórkostlega, en hann mælist nú inni á þingi.

„Þetta er náttúrulega búið að vera frábær tími frá því að við byrjuðum og Suðurkjördæmi er frekar langt. Þannig við erum búin að vera að keyra um kjördæmið og hitta alla þá kjósendur sem að vilja koma og eiga samtalið við okkur, sem hefur verið alveg dásamlegt,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is.

Mikill meðbyr

Hvernig list þér á fyrstu tölurnar í Suðurkjördæmi?

„Þetta er bara frábært. Við erum að hækka rosalega fylgið okkar og við erum að fá rosalega góðar tölur og við höfum fundið rosalega mikinn meðbyr hjá okkur.

Við erum ofboðslega þakklát og rosalega spennt fyrir því að geta farið inn á þing og fara að vinna.“

Nóttin er ung. Ertu vongóður um að þú haldist inni?

„Ég held mér alveg á jörðinni þannig að við sjáum bara til í fyrramálið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert