Jakob Frímann inn fyrir Brynjar

Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á kosningavöku …
Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, á kosningavöku flokksins fyrr í kvöld. mbl.is/Arnþór

Jakob Frí­mann Magnús­son, fram­bjóðandi Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, kem­ur inn sem upp­bót­arþingmaður, á kostnað Brynj­ars Ní­els­son­ar, fram­bjóðanda Sjálf­stæðis­flokks­ins, sam­kvæmt nýj­um töl­um úr kjör­dæm­inu.

Búið er að telja sam­tals 29.663 at­kvæði.

Í þess­um nýj­ustu töl­um missa Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in tals­vert fylgi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fer úr 18,7% í 17,8% og Sam­fylk­ing­in úr 28% í 27%. Sam­fylk­ing­in held­ur fjór­um þing­mönn­um, en sem fyrr seg­ir miss­ir Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn upp­bót­arþing­mann.

Viðreisn bæt­ir við sig og fer úr 15,8% í 16,1%. Þeir halda þó óbreytt­um þing­manna­fjölda i kjör­dæm­inu. Miðflokk­ur­inn fer úr 7,8% í 8,4%, en með því bæt­ir flokk­ur­inn við sig þing­manni og fær Jakob sem upp­bót­arþing­mann.

Tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður kl 04:11.
Töl­ur úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður kl 04:11. Graf/​mbl.is

Flokk­ur fólks­ins eyk­ur fylgi sitt úr 10,8% í 11% án þess að það hafi áhrif á þing­manna­fjölda flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Þetta eru þing­menn kjör­dæm­is­ins sam­kvæmt nýj­ustu töl­um:
Kjör­dæma­kjörn­ir
· Kristrún Frosta­dótt­ir (S)
· Guðlaug­ur Þór Þórðar­son (D)
· Hanna Katrín Friðriks­son (C)
· Dag­ur Bergþóru­son Eggerts­son (S)
· Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son (F)
· Þórður Snær Júlí­us­son (S)
· Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir (D)
· Sig­ríður Á. And­er­sen (M)
· Pawel Bartoszek (C)

Upp­bót­ar
· Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir (S)
· Jakob Frí­mann Magnús­son (M)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert