Jón Gnarr telur næsta víst að hann verði þingmaður

Fyrstu tölur leggjast mjög vel í Jón Gnarr, frambjóðanda Viðreisnar.

Ertu sannfærður um að þú endir sem þingmaður í lok kvölds?

„Ég tel það næsta víst, já. Ég myndi telja það mjög líklegt og ég held að við séum að fara að fá góðar tölur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón við mbl.is.

Segist hann vera bjartsýnn fyrir kvöldinu.

„Kannanir hafa verið að sýna góða hluti og það þyrfti eitthvað mikið að breytast til að það gangi ekki svona nokkurn veginn eftir,“ segir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert