Leitt að missa Þórð Snæ úr baráttunni

Dagbjört Hákonardóttir fyrir miðja mynd.
Dagbjört Hákonardóttir fyrir miðja mynd. mbl.is

„Ég verð að segja að þetta eru blendnar tilfinningar. Það er aðili á undan mér sem mælist inni og það var sárt að missa hann úr baráttunni,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um stöðuna eftir fyrstu tölur.

Hún er inni samkvæmt þeim, rétt eins og Þórður Snær Júlíusson sem er sæti ofar á listanum, en hann hefur tilkynnt að hann muni víkja og ljá henni sæti sitt.

„Þetta er ákall um breytingar, það er algjörlega ljóst. Við höfum unnið fyrir þessum árangri ef þessar tölur endurspegla niðurstöður kosninga. Þá eru þær niðurstöður, niðurstöður þrotlausrar vinnu af hálfu nýrrar forystu Samfylkingarinnar og ég er stolt af því að taka þátt í því,“ segir hún.

Telur hún skýrt að Samfylking eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert