Lokatölur í RVK S: Samfylking lækkar

Jóhann Páll Jóhannsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, og Ragna …
Jóhann Páll Jóhannsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, og Ragna Sigurðardóttir, sem skipar 2. sæti listans. Flokkurinn er stærstur í kjördæminu með 22,7% mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokk­ur fólks­ins hækkaði nokkuð í loka­töl­um úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, en þær voru birt­ar núna fyr­ir skömmu. End­ar flokk­ur­inn með 13,5% í kjör­dæm­inu, en hafði áður verið með 12,9%. Sam­fylk­ing­in lækk­ar hins veg­ar og end­ar með 22,7% en hafði í fyrri töl­um verið með 23,2%.

Breyt­ing­ar í töl­um annarra flokka eru minni­hátt­ar milli talna og eng­in breyt­ing er á fjölda þing­manna. Enn get­ur þó orðið breyt­ing á upp­bót­arþing­mönn­um eft­ir því hvernig niður­stöður í öðrum kjör­dæm­um verða.

Aðeins mun­ar 28 at­kvæðum á Sjálf­stæðis­flokkn­um og Viðreisn, en Viðreisn nær sam­tals þrem­ur þing­mönn­um í kjör­dæm­inu á móti tveim­ur hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um. Er þriðji maður Viðreisn­ar, Aðal­steinn Leifs­son, inni sem upp­bót­arþingmaður miðað við nú­ver­andi stöðu, en það gæti breyst eft­ir úr­slit­um í öðrum kjör­dæm­um.

Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður kl. 03:48.
Loka­töl­ur úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður kl. 03:48. Graf/​mbl.is

Viðreisn lækk­ar úr 17,9% í 17,7%. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fer úr 17,7% í 17,6% og Fram­sókn lækk­ar úr 4,6% í 4,4%. Miðflokk­ur­inn bæt­ir við sig ör­lítið og fer úr 10,4% í 10,5%
Sósí­al­ista­flokk­ur, Vinstri græn og Lýðræðis­flokk­ur­inn eru með óbreytt fylgi, en eng­inn flokk­anna nær manni inn.

Þing­menn kjör­dæm­is­ins verða sam­kvæmt þessu eft­ir­far­andi:

Kjör­dæma­kjörn­ir
· Jó­hann Páll Jó­hanns­son (S)
· Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir (C)
· Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir (D)
· Inga Sæ­land (F)
· Ragna Sig­urðardótt­ir (S)
· Snorri Más­son (M)
· Jón Gn­arr (C)
· Hild­ur Sverr­is­dótt­ir (D)
· Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son (S)

Upp­bót­arþing­menn verða eft­ir­far­andi, en eins og fyrr seg­ir get­ur sú röðun breyst eft­ir því hvernig geng­ur í öðrum kjör­dæm­um.
· Aðal­steinn Leifs­son (C)
· Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir (B)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert