Lokatölur í Suðvestur: Sjálfstæðismenn stærstir

Bjarni Benediktsson skipaði efsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi í kosningunum …
Bjarni Benediktsson skipaði efsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi í kosningunum og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir annað sætið. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum eða tæp 15 þúsund, en lokatölur þaðan er komnar í hús.

Flokkurinn hlaut 23,4% atkvæða í kjördæminu.

Næstu á eftir kom Viðreisn með 12.829 atkvæði, eða 20,1%, og Samfylkingin var þar skammt undan með 12.324 atkvæði, eða 19,3%.

Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi.
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi. mbl

Lokatölur í Suðvesturkjördæmi:

Framsóknarflokkurinn 3.792

Viðreisn 12.829

Sjálfstæðisflokkurinn 14.997

Flokkur fólksins 7.014

Sósíalistaflokkurinn 1.820

Lýðræðisflokkurinn 728

Miðflokkurinn 7.689

Píratar 1.778

Samfylkingin 12.324

Vinstri græn 987

Kjördæmakjörnir þingmenn:

  • Bjarni Benediktsson (D)
  • Þorgerður K. Gunnarsdóttir (C)
  • Alma Möller (S)
  • Bergþór Ólason (M)
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D)
  • Guðmundur Ingi Kristinsson (F)
  • Sigmar Guðmundsson (C)
  • Guðmundur Ari Sigurjónsson (S)
  • Bryndís Haraldsdóttir (D)
  • Eiríkur Björn Björgvinsson (C)
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
  • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M)

Uppbótarþingmenn:

  • Rósa Guðbjartsdóttir (D)
  • Jónína Björk Óskarsdóttir (F)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert