Miklar sviptingar í Suðvesturkjördæmi: Viðreisn sækir á

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fylgjast með tölunum. mbl.is/Eyþór

Miklar sviptingar hafa orðið í Suðvesturkjördæmi eftir að kjördæmið skilaði öðrum tölum sínum rétt í þessu.

Viðreisn fer úr 14,3% samkvæmt fyrstu tölum og upp í 20,5% fylgi.

Sjálfstæðisflokkur dettur niður á sama tíma, fer úr 28,6% og niður í 23,1% í kjördæminu.

Samfylkingin, sem hafði 22,2% samkvæmt fyrstu tölum, stendur nú í 17,3% í Suðvesturkjördæmi.

Þingmannasveifla

Eiríkur Björn Björgvinsson, þriðji þingmaður Viðreisnar, er kjördæmakjörinn samkvæmt þessu, auk Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur hjá Miðflokki. Hann var áður í jöfnunarþingsæti og ræddi um þá upplifun við mbl.is.

Uppbótarþingmenn verða Þórunn Sveinbjarnardóttir hjá Samfylkingu og Eiríkur S. Svavarsson hjá Miðflokki.

Rósa Guðbjartsdóttir hjá Sjálfstæðisflokki hlýtur á sama tíma ekki kjör, eins og útlit var fyrir í fyrstu tölum. Nóttin er þó enn ung.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert